Skogsindustrierna, samtök skógariðnaðarins í Svíþjóð, hafa tekið höndum saman með rannsóknarstofnuninni Innventia og gert myndband þar sem kynnt er hvernig útlit er fyrir að trjáviður verði nýttur á komandi árum til framleiðslu á líklegustu og ólíklegustu vörum en líka hvernig slík nýting þokar okkur nær lífhagkerfi framtíðarinnar.
Sunnlenskir skógar eru margir hverjir orðnir að verðmætri auðlind sem skapar störf við grisjun og viðarvinnslu, bindur kolefni, verndar jarðveg og miðlar vatni, myndar vistkerfi fyrir nýjar fuglategundir og skapar skjól. Þetta skrifar Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, í grein sem birtist fyrir jól í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.
Ný rannsókn sem unnin var undir forystu bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA bendir til þess að regnskógar hitabeltisins bindi mun meiri koltvísýring en margir vísindamenn hafa talið fram að þessu. Skógarnir bregðist þannig við auknu magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Skógarsvið norræna genabankans NordGen auglýsir nú lausa til umsóknar námstyrki fyrir háskólanema á sviðum sem tengjast skógrækt, endurnýjun skóga, fræframleiðslu, plöntuuppeldi og þess háttar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Í nýju tölublaði fréttabréfs danska útikennslusambandsins Skoven i Skolen er fjallað um árekstra aukinnar viðveruskyldu og kennslustundafjölda kennara við skipulagningu sveigjanlegs skólastarfs á borð við útikennslu. Sagt er frá væntanlegri fræðslumynd um útiskóla, hvernig nota má köngla við stærðfræðikennslu og margt fleira.