Út er komin í vísindaritinu Forest Ecology and Management ný yfirlitsgrein þar sem fjallað er um áhrif þess á vistkerfi skóga þegar ekki eingöngu trjábolurinn er tekinn út úr skóginum við skógarhögg heldur allur standandi lífmassi trésins. Í greininni er rætt um hvernig þetta hefur áhrif á jarðvegskolefni og vaxtarhraða skóga, til dæmis eftir grisjun á miðri vaxtarlotu, en jafnframt hugað að því hver áhrifin verða á næstu kynslóð trjáa, nýgræðinginn sem vex upp eftir lokahögg. Greinarhöfundar segja brýnt að afla betri þekkingar á þessu með langtímarannsóknum.
Útilt er fyrir að skóglendi sem samanlagt samsvarar stærð Indlands hverfi af yfirborði jarðar fyrir miðja öldina ef mannkyn snýr ekki af þeirri braut skógareyðingar sem fetuð hefur verið. Sú hugmynd er reifuð að ríku löndin greiði löndum hitabeltisins fyrir að vernda skóga sína og það sé ódýrari leið en ýmsar aðrar í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Ákveðin upphæð verði greidd fyrir hvert kolefnistonn.
Bóndi í Dýrafirði beitir þessa dagana kúm sínum á hagaskóg sem ræktaður hefur verið upp til beitar. Hagaskógrækt eða beitarskógrækt er vænlegur kostur til að auka gæði beitilands og vaxandi áhugi virðist vera á þessari tegund skógræktar hérlendis. Gæta verður vel að beitarfriðun slíks skógar í upphafi og vandaðri beitarstýringu þegar skógurinn er nýttur til beitar.
Síðasta hálfan mánuðinn eða svo hafa norsku feðgarnir Pål Hanssen og Thore G. Hanssen dvalið á Héraði við loftmyndatökur af skógum. Loftmyndirnar taka þeir með nýjustu tækni, léttbyggðri myndavél sem fest er við fjarstýrt flygildi, svokallaðan dróna. Þessi tækni nýtist meðal annars mjög vel við gerð ræktunaráætlana í skógrækt
Fjallað var um verkefnið Íslenska skógarúttekt í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í dag, 17. ágúst. Rætt var við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem stýrir verkefninu.