Í íslensku skógunum
Á gagnvirkri margmiðlunarsýningu sem stendur yfir dagana 21.-27. september í Grófarhúsinu í Reykjavík fá gestir að kynnast því fjölbreytta hlutverki sem skógurinn gegnir í finnskri menningu. Sýningin kallast „Í íslensku skógunum“ og er hluti af menningarhátíðinni Northern Marginal. Gróðri og menningu finnska skógarins er varpað á íslenskt landslag í gegnum tónverk eftir Sibelius, finnska hönnun og list í því augnamiði að vekja okkur til umhugsunar um fjölbreytileikann í skóginum.
21.09.2015