Á gagnvirkri margmiðlunarsýningu sem stendur yfir dagana 21.-27. september í Grófarhúsinu í Reykjavík fá gestir að kynnast því fjölbreytta hlutverki sem skógurinn gegnir í finnskri menningu. Sýningin kallast „Í íslensku skógunum“ og er hluti af menningarhátíðinni Northern Marginal. Gróðri og menningu finnska skógarins er varpað á íslenskt landslag í gegnum tónverk eftir Sibelius, finnska hönnun og list í því augnamiði að vekja okkur til umhugsunar um fjölbreytileikann í skóginum.
Gamlar og nýjar ljósmyndir úr Haukadal sýna vel þann árangur sem þar hefur náðst með friðun og ræktunarstarfi í 85 ár. Skóginum fylgir mikil gróska, líffjölbreytnin eykst og saman vaxa í sátt þær tegundir sem þar voru áður og nýjar sem þangað hafa borist.
Hægt er að stunda nytjaskógrækt á Íslandi með hagnaði og eftirspurn eftir viði hér á landi er margföld á við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum. Eyðing skóga heimsins veldur því að viður verður sífellt verðmætari og verðmæti hans hefur aukist jafnt og þétt nánast frá iðnbyltingu að sögn Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Rætt var við hann í Fréttablaðinu í gær.
Hjónin Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð hlutu í gær verðskuldaða viðurkenningu fyrir þrotlaust starf sitt í skógrækt og annarri landgræðslu. Sigrún Magnúsdóttir afhenti þeim náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru Völundi Jóhannessyni sem sýnt hefur mikla elju við ræktun í yfir 600 metra hæð yfir sjó á austanverðu hálendi Íslands.
Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að danski auðmaðurinn Kristian Kirk gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal í Biskupstungum. Kirk hafði keypt landið tveimur árum fyrr því hann vildi láta gott af sér leiða á Íslandi. Lét hann friða Haukadalsjörðina fyrir beit, girða hana af og hefja öflugt landbótastarf sem staðið hefur allar götur síðan undir stjórn Skógræktar ríkisins. Sitkagreni gefur nú árlega 6-8 rúmmetra á hektara í Haukadalsskógi og bestu reitirnir allt að 11 m3 á ha. Aðrar tegundir, svo sem rauðgreni, gefa minna eða 5-6 m3 á ha á ári.