„Frá lofti í við - áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“ er yfirskrift erindis sem Arnór Snorrason, skógfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, flytur mánudaginn 23. nóvember á fræðslufundi Skógræktarfélags Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands. Fundurinn verður í Sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1, Reykjavík, og hefst kl. 19.30.
Skógfræðingarnir Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst hafa nú tekið við skógræktarbúinu á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem fjölskylda Hrefnu hefur sett niður meira en 1,1 milljón trjáplantna á undanförnum áratugum. Rætt var við þau í þættinum Að norðan á N4 um verkefnin í skóginum, gildi skógræktar og þá möguleika sem felast í skógrækt hérlendis.
Skógurinn og tíminn er til umfjöllunar á skógræktarráðstefnu sem haldin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 20. janúar í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og starfslokum hans hjá Skógrækt ríkisins. Yfirskrift og dagskrá ráðstefnunnar er sú sama og þeirrar sem fresta þurfti vegna veðurs og ófærðar 2. desember. Skráningu á ráðstefnuna lýkur 11. janúar.
Birkifræi var í vikunni safnað af úrvalstrjám í Húsadal á Þórsmörk og Foldum ofan Húsadals þar sem finna má miklar breiður af ungbirki sem þar hefur sáð sér út undanfarna áratugi. Einnig var safnað greinum til ágræðslu sem notaðar verða til undaneldis við frærækt í fræhúsi. Í leiðangrinum fannst birkitré sem heita mátti að væri gallalaust, einstofna og næstum með „fullkomið“ vaxtarform.
Óvenjulega lítið er til af söluhæfum jólatrjám í ár og ólíklegt að hægt verði að anna eftirspurninni eftir íslenskum jólatrjám. Nóvembermánuður er helsti uppskerutíminn hjá þeim sem rækta jólatré. Upplýsingar um jólatrjáaræktun má finna á nýjum jólatrjáavef á skogur.is. Innflutningur ungplantna af nordmannsþin hefur nú verið bannaður en áfram er þó leyfilegt að flytja inn fullvaxin jólatré af tegundinni.