Frumvarp um sameiningu á vorþingi
Meiningin er að leggja fram sérstakt frumvarp á vorþingi um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Stefnt er að því að stofnanirnar sameinist á miðju næsta ári. Í frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir er lagt til að hin nýja stofnun verði látin heita Skógræktin.
30.11.2015