Meiningin er að leggja fram sérstakt frumvarp á vorþingi um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Stefnt er að því að stofnanirnar sameinist á miðju næsta ári. Í frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir er lagt til að hin nýja stofnun verði látin heita Skógræktin.
Sverrir Thorstensen fuglamerkingamaður talar um fugla í skógum á fyrsta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn verður á morgun, föstudaginn 27. nóvember, kl. 10. Í erindi sínu sýnir Sverrir myndir Eyþórs Inga Jónssonar, organista og fuglaáhugamanns, og ræðir um áhrif skógræktar á fuglalífið á Íslandi, um fuglamerkingar og fleira.
Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 1. desember kl. 20 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.
Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum. Áætlunin er byggð á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar.
Í þeim markmiðum sem stjórnvöld vinna nú að í loftslagsmálum felst að auka skógrækt og landgræðslu til að binda koltvísýring og minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Í annarri umræðu fjárlaga sem nú fer fram á Alþingi er gert ráð fyrir 500 milljóna króna aukningu til þessara mála á næsta ári. Stefnt er að því að draga úr nettólosun íslensku útgerðarinnar um 40% fram til 2030 og líklegt er að því verði að verulegu leyti náð með aukinni ræktun.