Við munum setja aukið fjármagn í landgræðslu og skógrækt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ýmis skref verði tekin hérlendis í loftslagsmálum. Ísland taki þátt í 40% markmiði Evrópulanda og ætli bæði að draga úr losun og auka bindingu. Átak verði gert til að skipta um orkugjafa í samgöngum og skipum og aukið fjármagn sett í landgræðslu, skógrækt og votlendi.
03.12.2015