Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.
Starfsmannahandbók Skógræktar er nú í endurskoðun og verður uppfærð útgáfa birt hér á vefnum á næstu mánuðum. Endurskoðun og skipulag starfsmannamála er eitt þeirra verkefna sem vinna þarf að á fyrstu dögum nýrrar stofnunar og þar verður vandað til verka.
Á skógardegi Norðurlands sem haldinn verður í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí verður meðal annars hægt að reyna sig í borðtennis á glænýjum steinsteyptum borðtennisborðum sem Möl og sandur á Akureyri hefur gefið í skóginn. Boðið verður upp á sögugöngu um skóginn og fræðslu um merk tré, ánamaðkafræðslu, ratleik, ýmiss konar veitingar og að sjálfsögðu hið ómissandi ketilkaffi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Esther Ösp Gunnarsdóttir lét um mánaðamótin af störfum kynningarstjóra hjá Skógrækt ríkisins eftir ríflega átta ára starf hjá stofnuninni. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýjum störfum. Esther starfar nú hjá eigin hönnunar og ráðgjafarfyrirtæki, Gjallarhorn, á Reyðarfirði.