Ásatrúarmenn þökkuðu skóginum fyrir hoftimbur
Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.
06.07.2016