90 ára gamalt reynitré vekur athygli
Morgunblaðið fjallaði í síðustu viku um gamalt reynitré sem stendur við íbúðarhúsið á bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu. Tréð er snar þáttur í sögu heimafólksins á bænum sem stendur vörð um tréð. Reyniviður þessi er um 90 ára gamall og setur mikinn svip á bæinn á Litlu-Reykjum. Greinar sem þurft hefur að saga af trénu hafa verið notaðar til smíða.
02.08.2016