Ráðið í þrjár stjórnunarstöður hjá Skógræktinni
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson hafa verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Skógræktinni sem auglýstar voru fyrr í sumar. Aðalsteinn verður fagmálastjóri, Sigríður Júlía sviðstjóri skógarauðlindasviðs og Hreinn sviðstjóri samhæfingarsviðs. Á næstu dögum verður auglýst lau til umsóknar staða sviðstjóra rannsóknasviðs og einnig staða skógarvarðar á Suðurlandi.
08.08.2016