376 ferkílómetrum Amason-frumskógar bjargað
Umhverfisstofnun Brasilíu hefur stöðvað áform um gerð 8.000 megavatta vatnsaflsvirkjunar sem ráðgerð hafði verið í Tapajós-fljótinu í miðjum Amason-frumskóginum. Lón virkjunarinnar hefði orðið 376 ferkílómetrar að stærð og fært í kaf regnskóg þar sem búa um 12.000 frumbyggjar af Munduruku-þjóðflokknum. Allt ræktað skóglendi á Íslandi er til samanburðar um 400 ferkílómetrar.
12.08.2016