Trjávespa hefur fundist hér á landi í rúmlega hundrað ár en ekki hefur verið ljóst hvort hún hefur lifað hér sem flökkudýr eða tekið sér bólfestu í íslenskum skógum. Á Mógilsá hefur lirfa vespunnar nú borað sig inn í bol Evrópulerkis.
Þrjú skógarnytjanámskeiðið undir yfirskriftinni Græn húsgagnagerð hafa verið haldin á síðustu vikum, tvö á Suðurlandi og eitt í Vaglaskógi.
Námskeiðið Útinám og græn nytjahönnun er tíu eininga fjarnámsvalnámskeið á meistarstigi sem nú er haldið í þriðja skipti á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Reykjavíkurborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi grill- eða nestishúss sem reisa á úr íslensku lerki í Gufunesi.
Í hvassviðrinu sem gekk yfir vestanvert landið aðfaranótt þriðjudagsins 8. nóvember sl. varð nokkuð staðbundið stormfall  í Stálpastaðaskógi.