Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári sé þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.
Tuttugu bændur af sautján býlum í Húna­þingi vestra sóttu á þriðjudaginn kynn­ing­ar­fund um búskaparskógrækt sem Skóg­rækt­in hélt í sveitarfélaginu. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu meðal bænda.
Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 8. febrúar var samþykkt að kanna skyldi möguleika á að sveitarfélagið yrði kolefnisjafnað og tekið upp kolefnisbókhald. Margir bændur hafa áhuga á að ráðstafa meira landi til skógræktar að sögn oddvitans.
Árleg nettóbinding íslenskra skóga gæti orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Binding eins tonns af koltvísýringi með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í dag.
Á þemadegi NordGen sem haldinn verður í Asker í Noregi 21. mars 2017 verður fjallað um fræ- og plöntuval á tímum hlýnandi loftslags.