Byrjum að binda
Skógrækt er á allra vörum eftir að ný „Brynhildarskýrsla“ var kynnt í liðinni viku. Samkvæmt skýrslunni gæti árleg nettóbinding íslenskra skóga orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. En ekki dugar það eitt að tala um hlutina. Hefjast þarf handa.
24.02.2017