Í morgun hófst tveggja daga námskeið hjá Skógræktinni um landupplýsingavinnslu í ArcGIS-kerfinu. Námskeiðið er einkum ætlað skógræktarráðgjöfum Skógræktarinnar sem starfa vítt og breitt um landið. Þátttakendur í námskeiðinu sitja nú á sjö stöðum á landinu og fylgjast með gegnum nýtt fjarfundakerfi Skógræktarinnar. Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn en dregur líka úr koltvísýringslosun.
Skógræktarjörðin Brekkugerði Fljótsdal er til umfjöllunar í nýju tölublaði Bændablaðsins. Í Brekkugerði felst hefðbundinn vinnudagur á vetrum í gjöfum kvölds og morgna, grisjun skógar um miðjan dag og svo er farið á hestbak
Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur talar um þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni í erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sem haldið verður í náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 30. janúar. Greint verður frá helstu niðurstöðum gróður- og jarðvegsrannsókna við Heklu sem fram fóru sumarið 2015 og 2016 með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.
Verðið á þeim losunarheimildum sem stóriðjan kaupir er nú um 5 Bandaríkjadollarar fyrir hvert losað tonn. Að binda eitt tonn koltvísýrings í skógi á Íslandi kostar um sjö dollara. Ef greitt yrði fyrir skógrækt í stað losunarheimilda sparaðist gjaldeyrir, íslenska skógarauðlindin myndi stækka hraðar, störf myndu skapast í dreifbýli og skógurinn myndi efla vistkerfi og samfélag.
What's natural? Landscape history has a long tradition in the Nordic countries, but has often been perceived as a mere curiosity. Today there is however a general acceptance of the importance of areas' long-term ecological history for...