Jólakötturinn stækkar og stækkar
Aldrei hafa fleiri sótt hinn árlega jólamarkað Jólaköttinn sem haldinn var laugardaginn 17. desember í húsnæði Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Talið er að vel á þriðja þúsund manns hafi komið til að sýna sig og sjá aðra, versla til jólanna og njóta skemmtunar sem í boði var.
21.12.2016