Forest landscape restoration: A strategy for shifting to sustainable production to combat deforestation? Fri, 13 Jan 2017 Current generations and those to come are faced with this complex challenge: given the scarcity...
Fulltrúar frá sendiráði Noregs á Íslandi heimsóttu á föstudag Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og afhentu stöðinni nýja mynd af Haraldi V Noregskonungi. Haraldur V var ríkisarfi eða krónprins Noregs þegar hann vígði stöðina á Mógilsá fyrir hartnær fimmtíu árum.
Áætlað er að nýliðun birkis á Íslandi nemi 130 km2 frá árinu 1989 til 2012. Nýliðun skiptist ójafnt á landshluta og samsvarar það að nokkru leyti misjafnri hækkun sumarhita eftir landshlutum á sama tímabili. Sambærileg samsvörun við misjafnan samdrátt í sauðfjárstofninum á árabilinu 1989 til 2012 reyndist minni þótt leitnin væri í sömu átt. Þetta kemur fram í vísindagrein í Náttúrufræðingnum sem nýkominn er út.
Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum námskeiðum sem eru á dagskrá Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á næstu vikum og mánuðum og gætu freistað skógræktarfólks og áhugafólks um viðarnytjar.
Heimsfræg risafura í Calaveras Big Trees State Park í Kaliforníu féll á sunnudag í ofviðri. Göng voru gerð í gegnum tréð á níunda áratug nítjándu aldar og er talið líklegast að gangagröfturinn á sínum tíma hafi valdið trénu varanlegum skaða og ráðið örlögum þess.