Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú.
Rannsóknastöðin Rif á Melrakkasléttu auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum og rannsakendum sem vilja nýta sér aðstöðu stöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar árið 2017.
Japanar réðust í mikla gróðursetningu trjáplantna vítt og breitt um landið að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Nú er kominn uppskerutími í þessum skógum en sárlega vantar kunnáttufólk til starfa. Skólum sem kenna skógmenntir fjölgar hratt í landinu.
Á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um skógarborgir sem haldin var í Shenzhen í Kína í lok nóvember var samþykkt yfirlýsing með nokkrum markmiðum og aðgerðum til að auka trjárækt í borgum og flétta trjárækt inn í skipulag. Frá þessu segir meðal annars í nýútkomnu fréttabréfi IUFRO.
Nýstárleg sjö hæða timburbygging í Amsterdam í Hollandi hlaut titilinn besta bygging ársins 2016 þegar verðlaunin World Architechture News Residential voru veitt. Byggingin er rúmgóð og hátt til lofts á hverri hæð. Auðvelt er að innrétta hana bæði sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði.