Hrönn tekur við Hekluskógum
Hrönn Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Hekluskóga af Hreini Óskarssyni sem nú gegnir starfi sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Þetta kom fram á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar á föstudag. Á fundinum var rætt um vinnu við fjárhagsáætlanagerð hjá Skógræktinni, vinnu að landsáætlun í skógrækt sem er að hefjast og fleiri mál. Starfsmannafundur alls starfsfólks Skógræktarinnar verður haldinn á Akureyri í apríl.
09.01.2017