Trén vaxa miklu hraðar
Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.
22.09.2014