Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.
Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum.
Frábærar yfirlitsmyndir voru teknar með flygildi (dróna) yfir skóginum í Sandlækjarmýri í lok síðasta mánaðar. Nær ekkert lerki er í grennd við þessar aspir og því nær asparryðið sér ekki á strik. Þetta sýnir að asparskóg með klónum sem móttækilegir eru fyrir ryði má auðveldlega rækta á ryðfrían hátt sé þess gætt að ekkert lerki sé í nánd.
Í myndbandi þar sem spáð er í veðrið á Íslandi árið 2050 er gert ráð fyrir því að birki geti vaxið um nær allt landið, þar á meðal hálendið. En veðurfarsbreytingarnar hafa ekki eingöngu gott í för með sér fyrir Ísland frekar en önnur svæði á jörðinni. Spáð er mikilli úrkomu á landinu um mestallt landið en síst þó á Norðaustur- og Austurlandi.
Við hleypum nú af stað nýrri myndasyrpu hér á vef Skógræktar ríkisins og köllum hana „Fyrr og nú“. Fyrsta myndaparið sendi Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Myndirnar eru teknar í Langadal á Þórsmörk og sýna glögglega hversu mjög birkið hefur sótt fram frá því Mörkin var friðuð fyrir beit fyrir um 80 árum. Óskað er eftir myndum af þessum toga af skóglendi vítt og breitt um landið þar sem breytingar á landi með skógarækt sjást vel.