Hindber gætu orðið skemmtileg viðbót við berjaflóruna hér á landi. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, hitti Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í myndarlegum hindberjaskógi á Hallormsstað og gerði skemmtilega frétt um hindberjarækt í skógi
Lítil sem engin sauðfjárbeit er efst í austanverðum Austurdal í Skagafirði. Í ferð skógræktarmanna þar um í síðustu viku sást greinilega að birki á svæðinu er í mikilli framför. Birki í Stórahvammi mældist vera í 624 metra hæð yfir sjávarmáli og er að öllum líkindum hæsta villta tré á Íslandi - yfir sjó
Ljóst er að sauðfjárbeit á Almenningum skaðar birkitré og hamlar framvindu og útbreiðslu birkiskóga. Þetta sér hvert mannsbarn eftir stutta gönguferð um beitilönd á Almenningum. Sums staðar er birkið uppnagað og mun með áframhaldandi beit eyðast. Skemmdirnar sjást vel á nýjum myndum frá svæðinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf fyrirheit um það í opinberriheimsókn sinni til Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshéraði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að fé til skógræktar yrði aukið í fjárlögum næsta árs. Hann tók undir orð skógræktarstjóra um að grænna Ísland væri betra Ísland og sagðist styðja hugmyndir um landsáætlun í skógrækt sem stuðlaði að sátt um skógrækt í landinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, heldur í opinbera heimsókn á Austurland mánudaginn 18. ágúst. Fyrir hádegi heimsækir hann höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og starfstöð skógarvarðarins á Hallormsstað.