Sumarverkin á Vesturlandi - nýr bæklingur um Stálpastaði
Helstu tíðindi úr umdæmi skógarvarðarins á Vesturlandi í sumar eru að nú er kominn út bæklingur um Stálpastaðaskóg með korti, gönguleiðum og öðrum upplýsingum. Gönguleið verður gerð í sumar í landi Litla-Skarðs í Norðurárdal fyrir styrk frá atvinnuvegaráðuneytinu til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Mjög blautt er nú í skógunum í Skorradal og víðar á Vesturlandi, svo mjög að erfitt er víða að fara um með vélar.
22.07.2014