Skógrækt ríkisins á Vöglum býður gesti velkomna í skóginn sunnudaginn 20. júlí kl. 14. Þessar vikurnar er unnið að grisjun í skóginum með öflugri grisjunarvél sem sýnd verður í verki á skógardeginum. Einnig verður gestum boðið í fræhúsið á staðnum þar sem það fær að fræðast um fræræktina.
Ná mætti allt að 30.000 rúmmetrum af trjáviði næstu fimm árin með grisjunum í helstu þjóðskógum landsins. Í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013 er í fyrsta sinn gefin skýrsla um tiltækt grisjunarmagn í þeim skógum sem eru í umsjón Skógræktarinnar og kallaðir eru þjóðskógar.
Greinilegt er að það þykja tíðindi, sem frá segir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013, að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands ef spár um 2°C hlýnun frá meðaltalinu 1960-1990 rætast. Morgunblaðið birtir frétt um málið í dag og Bylgjan segir frá því í hádegisfréttum.
Ef meðalhiti á Íslandi hækkar um tvær gráður gætu birkiskógar breiðst út um mestallt hálendi Íslands. Þetta kemur fram í grein Björns Traustasonar, Bjarka Þórs Kjartanssonar og Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðinga á Mógilsá, sem er meðal efnis í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013.
Margvísleg verkefni eru á könnu embættis skógarvarðarins á Suðurlandi í sumar. Nú er í gangi samkeppni um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal, talsvert er unnið að gróðursetningum og grisjun og framlag sjálfboðaliða samsvarar um 7 og hálfu ársverki. „Skógarnir eru grænir og fallegri,“ segir skógarvörður.