Tiltölulega örugg langtímaávöxtun
Tvöfalt til fimmfalt meiri skóg þarf að rækta á landinu en nú er gert ef mæta á með íslenskum viði þeirri þörf fyrir iðnvið sem líklegt er að verði á öldinni. Hátt landverð, í öðru lagi kostnaður, tafir og áhætta vegna opinberra leyfa og í þriðja lagi ræktunaráhætta eru helstu hindranirnar fyrir fjárfestingum í skógrækt hérlendis, segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, í viðtali við Bændablaðið sem kemur út í dag.
19.06.2014