Gleðin skein úr hverju andliti á fyrsta Skógardegi Norðurlands sem haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí 2014. Vel rættist úr veðrinu þótt ekki væri mjög hlýtt. Í hádeginu stytti upp eftir miklar rigningar og hélst að mestu þurrt.
Nú hefur verið staðfest að birkikemba er tekin að herja á birki í görðum Akureyringa. Í fyrra fannst hún í Varmahlíð í Skagafirði þannig að búast má við fregnum af frekari útbreiðslu á næstunni. Ábendingar um slíkt eru vel þegnar.
Komin er út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt ný og endurbætt útgáfa bæklingsins Fræðsluefni um skógrækt. Bæklingurinn nýtist skógarbændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt jafnt sem öllum öðrum skógræktendum.
Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vesturhópi, notar hálfrar aldar Ferguson við skógrækt sína. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan og með tönn að framan. Á þessu tæki eru Þorvaldi allir vegir færir við skógræktarstörfin eins og kemur fram í skemmtilegri frétt á vef skógarbænda.
Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.