Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 hefur undanfarna daga verið fjallað um breytt vaxtarskilyrði trjágróðurs á Íslandi. Rætt hefur verið við tvo starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, Björn Traustason landfræðing og Aðalstein Sigurgeirsson forstöðumann, en einnig Snorra Baldursson, líffræðing og þjóðgarðsvörð, sem beinir spjótum sínum mjög að þeirri skógrækt sem stunduð er á Íslandi.
Í lúðrasveit þorpsins Krumbach í Austurríki eru handlagnir menn sem útbjuggu skífur á eitt þeirra strætóskýla sem hönnuð voru og sett upp í samvinnuverkefni heimamanna og arkitekta víða að úr heiminum. Eitt skýlið hannaði Dagur Eggertsson, arkitekt í Ósló, ásamt félögum sínum og viðarskífurnar utan á það útbjuggu iðnaðarmenn sem einnig leika í lúðrasveit þorpsins.
Bætt aðstaða fyrir gesti við Höfðavatn er meðal þeirra verkefna sem unnið er að í sumar í umdæmi skógarvarðarins á Hallormsstað. Mikið verk er að sinna viðhaldi á merktum gönguleiðum sem samtals eru um 27 kílómetrar í skógunum. Viður úr skógunum eystra er nú nýttur með margvíslegum hætti, til dæmis í palla og klæðningar.
Landssambönd skógareigenda í löndum heimsins hafa með sér samstarf í alþjóðlegum samtökum. Í nýútkomnu fréttabréfi þessara alþjóðasamtaka er m.a. sagt frá skýrslu um það hvað stjórnvöld í löndum heims geti gert til að efla samtök skógræktenda.
Íslenski arkitektinn Dagur Eggertsson, sem býr og starfar í Ósló, tók þátt í forvitnilegu hönnunarverkefni í litlu þorpi austast í Austurríki. Hönnuð voru sjö strætóskýli sem eru hvert öðru nýstárlegra. Trjáviður er notaður með skemmtilegum hætti í sumum skýlanna, meðal annars því sem Dagur tók þátt í að hanna.