Framtíðarsýn Elkem á Íslandi og eplarækt á Akranesi er meðal umræðuefna á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Akranesi 15.-17. ágúst. Gestgjafar fundarins eru Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps.
Í dag, þriðjudaginn 12. ágúst, gróðursetur formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Dr. Rajendra K. Pachauri, tré í Arendal syðst í Noregi með aðstoð norska umhverfisráðherrans, Tine Sundtoft. Gróðursetningin er táknræn athöfn til að undirstrika mikilvægt hlutverk skóga í loftslagsmálunum.
Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 var í morgun rætt við Friðþór Sófus Sigurmundsson, landfræðing og doktorsnema, um eyðingu Þjórsárdalsskóga. Friðþór er er einn þriggja höfunda fræðigreinar um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals á 350 ára tímabili.
Birki er tekið að gulna í skógum víða um land. Ekki eru það haustlitirnir sem svo eru fljótir á sér heldur lætur birkiryðið óvenjusnemma á sér kræla þetta sumarið. Líklega má kenna það vætunni og hlýindunum sem verið hafa í sumar.
Ofnýting birkiskógarins í Þjórsárdal var ein stærsta ástæða þess að skógurinn hvarf að mestu á um 14.000 hektara svæði í dalnum frá seinni hluta sextándu aldar fram á þá tuttugustu. Stóran þátt í þessari ofnýtingu átti biskupsstóllinn í Skálholti og lénskirkjur hans eða prestsetur. Um þetta fjalla þrír íslenskir vísindamenn í grein sem nýkomin er út í tímaritinu Human Ecology.