Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.
Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.
Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26. ágúst á nítugasta aldursári. Hann verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 13.
Rannís og NordForsk efna til kynningarfundar miðvikudaginn 27. ágúst á Gand Hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga sem hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.
Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er. Ráðlegt er að gróðursetja einungis asparefnivið með gott ryðþol þar sem saman á að vaxa lerki og ösp.