Bókin Heilbrigði trjágróðurs eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson er nú komin út í breyttri mynd. Fyrri útgáfan hefur lengi verið ófáanleg en nú hafa margir skaðvaldar bæst við í íslenskri náttúru. Bókin er fengur fyrir áhugafólk og atvinnufólk í skógrækt og garðyrkju en getur líka nýst vel við kennslu.
Monique Barbut, framkvæmdastýra eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur í dag, mánudaginn 2. júní, kl. 12.15 í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar færir hún rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað til við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu.
Í sjöunda þætti þáttaraðarinnar Grúskað í garðinum ræðir Guðríður Helgadóttir við Eddu Sigurdísi Oddsdóttur skógvistfræðing um meindýr og sjúkdóma í plöntum. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 kl. 9.05 á laugardag, 31. maí.
Þar sem áður var gróðurlaus eyðimörk í sunnanverðu Ísrael vex nú þéttur skógur. Takmarkað regnvatnið er fangað með sérstökum aðferðum til að trén geti þrifist. Stærsti skógur Ísraels er ræktaður skógur í Negev-eyðimörkinni
Skógræktarfólk af Austurlandi upplifði ótrúlega sjón í fjörum á vesturströnd Norður-Ameríku í ferðalagi um skógarsvæði þar vestra á liðnu hausti. Allt er stórt í Ameríku, er stundum sagt og það gildir sannarlega um rekaviðinn líka.