Á haustdögum er stefnt að því að hefja mælingar undir merkjum nýs rannsóknarverkefnis sem hlotið hefur heitið Mýrviður. Í verkefninu verður mæld binding og losun gróðurhúsalofttegunda frá skógi sem ræktaður er í framræstri mýri.
Sifjarlykill breiðist nú út um skógarbotninn í skóginum á Mógilsá í Kollafirði. Þar er allt orðið iðjagrænt og skógurinn í fullum blóma.
Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is.
Í þættinum Sagnaslóð á Rás 1 föstudaginn 16. maí var fjallað um eitt allrafrægasta tré sem sprottið hefur úr íslenskri mold, reyninn í Möðrufellshrauni í Eyjafirði.
Margir skógarhöggsmenn kannast við að hafa fengið höfuðverk að loknum vinnudegi með keðjusög í skógi. Hjá embætti skógarvarðarins á Austurlandi er nú notað svokallað alkílatbensín og nú kvarta skógarhöggsmenn ekki lengur undan höfuðverk.