Í dag var fellt 110 ára gamalt lerkitré í garðinum við Aðalstræti 52 á Akureyri en einnig um hálfrar aldar sitkagreni. Viðurinn úr báðum trjánum verður nýttur til smíða.
Þessa dagana aka flutningabílar með grisjunarvið úr skógum landsins að Grundartanga í Hvalfirði þar sem viðurinn er kurlaður og nýttur sem kolefnisgjafi við kísilmálmvinnslu hjá Elkem. Alls verða afhentir um 1.400 rúmmetrar af grisjunarviði nú í maímánuði upp í samning Skógræktar ríkisins við Elkem. Inni í þessari tölu er stærsta viðarsendingin af Norðurlandi hingað til.
Stök mæling á tveimur fimmtán ára gömlum lerkireitum á Höfða á Völlum Fljótsdalshéraði sýna að blendingsyrkið Hrymur vex nærri fjórum sinnum betur en lerki af fræi úr Guttormslundi á Hallormsstað. Ekki má þó álykta um of af einni mælingu en hún er samt sem áður góð vísbending.
Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku haustið 2013 sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.
Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.