Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem skorað er á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir koma til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingarsjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi.
Tegundasamsetning plantna í Viðey í Þjórsá er mjög ólík því sem er á árbökkum fastalandsins í kring. Náttúrufræðingarnir Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon flytja á mánudag erindi um rannsóknir á góðurfari í Þjórsá og næsta nágrenni hennar.
Nemi í matvælafræði á líftæknisviði við Háskóla Íslands vinnur nú að meistaraverkefni þar sem hann hugar að framleiðslu á resveratróli úr íslenskum greniberki. Mest er af efninu í plöntum sem sýktar eru af bakteríum eða sveppum.
Sjónvarpið fjallaði í fréttum um nýju skógarhöggsvélina sem Kristján Már Magnússon skógarverktaki hefur flutt inn og tekið til kostanna við grisjun í íslenskum skógum.
Sjónvarpið fjallaði í fréttum um nýju skógarhöggsvélina sem Kristján Már Magnússon skógarverktaki hefur flutt inn og tekið til kostanna við grisjun í íslenskum skógum.