Sjónvarpsstöðin N4 ræddi 20. mars við Rúnar Ísleifsson, skógræktarráðunaut hjá Skógrækt ríkisins og nýráðinn skógarvörð á Vöglum. Umræðuefnið var könnun á hagkvæmni þess að kynda húsin í Grímsey með viðarkurli eða viðarkögglum úr fyrstu grisjunum úr norðlensku skógunum.
Í tilefni dagsins er rætt við Þröst Eysteinsson sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum í þættinum Sjónmáli á Rás 1. Hann greinir meðal annars frá því að aðeins tæp 2% landsins eru skógi vaxin, og þá eru bæði taldir með ræktaðir skógar og náttúrulegur birkiskógur. Sömuleiðis kemur fram að skógarbændur á landinu eru fleiri en kúabændur.
Markmið málþings um yndisskógrækt sem haldið verður 4. apríl er að vekja áhuga ræktunarfólks á plöntum sem ætlaðar eru til yndis og nytja og eru markvisst aðlagaðar fyrir íslenskar aðstæður með kynbótum. Þingið verður í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík.
Laufblaðið, fréttabréf Skógræktarfélags Íslands, kemur út í dag með fjölbreyttu efni, fyrsta tölublað ársins 2014. Leiðari blaðsins er helgaður alþjóðlegum degi skóga og Ragnhildur Freysteinsdóttir ritstjóri hvetur fólk til að fara og njóta útivistar í skógi þrátt fyrir árstímann.
Skógareyðing veldur um 12% af allri kolefnislosun í heiminum. Á þetta er minnt á alþjóðlegum degi skóga sem er í dag. Ef hver einasti Íslendingur gróðursetur eitt tré á ári má uppskera timbur að verðmæti 660 milljónir króna eftir 50-80 ár. Skógar skapa auðlind - en til að sú auðlind verði til þarf að gróðursetja tré.