Sitkagreni
Sitkagreni er umdeild trjátegund í Noregi og harðasta náttúruverndarfólk vill að henni verði útrýmt enda sé þetta ágeng erlend tegund og ógni meðal annars viðkvæmum svæðum með náttúruverndargildi. Skógræktendur eru hins vegar á öðru máli og vilja nota sitkagrenið áfram enda afkastamikil tegund sem gefur verðmætan trjávið, léttan en sterkan. Fjallað er um þetta í bæklingi frá landbúnaðarsviði fylkisstjórnarinnar á Hörðalandi.
10.03.2014