Sitkagreni er umdeild trjátegund í Noregi og harðasta náttúruverndarfólk vill að henni verði útrýmt enda sé þetta ágeng erlend tegund og ógni meðal annars viðkvæmum svæðum með náttúruverndargildi. Skógræktendur eru hins vegar á öðru máli og vilja nota sitkagrenið áfram enda afkastamikil tegund sem gefur verðmætan trjávið, léttan en sterkan. Fjallað er um þetta í bæklingi frá landbúnaðarsviði fylkisstjórnarinnar á Hörðalandi.
Hlynur Sigurðsson, starfsmaður Héraðs- og Austurlandsskóga, hefur sett saman fróðlegt myndband um skógartækjasýninguna Elmia Wood sem nokkrir íslenskir skógarmenn sóttu í fyrra.
Ofbeit geita og sauðfjár eyddi nær öllum upprunalegum gróðri á eyjunni San Clemente í Kyrrahafi, úti fyrir Kaliforníuströndum. Eyjan hefur nú náð sér vel á strik eftir að beit var aflétt.
Auglýstir eru til umsóknar styrkir til að mynda norræna samstarfshópa um skógrannsóknir fyrir árið 2015. Styrkir eru m.a. veittir til að halda fundi eða ráðstefnur.
Tré af undirtegund stafafuru sem flutt var til landsins fyrir stríð eru orðin um 15 metra há og stefna í að verða svipuð furunum við Tenaya-vatn í Klettafjöllunum þar sem þær eru upp runnar. Íslenskt skógræktarfólk var þar á ferð haustið 2013.