Mikilvægt er að grisja skóg undir háspennulínum. Á myndbandi sem tekið var nýlega í Norefjell í Noregi sést hvernig skammhlaup varð í þoku og kveikti í tré sem vaxið hafði upp undir línuna.
Meta á lifun og æskruþrótt skógarplantna í rannsóknarverkefni sem formlega var sett af stað fyrir helgi með undirritun samnings milli Mógilsár, LBHÍ og Álfaráss hf. Tilraunirnar fara fram í landi Hvamms í Landssveit.
Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur á þessu ári fyrir fjögurra námskeiða röð um ræktun, meðhöndlun og sölu jólatrjáa og afurða af jólatrjám. Fyrsta námskeiðið hefst 11. mars og þar fjallar Jóhanna Lind Elísdóttir um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun.
Nemendur frá háskólum héðan og þaðan í Banadaríkjunum fengu að taka til hendinni og snyrta greinar á gömlu þjóðleiðinni frá Skriðufelli gegnum Þjórsárdalsskóg um leið og þau fræddust um sjálfbærni og umhverfismál.
Tækni sem byggð er á landupplýsingakerfum og kortakerfi Google gerir okkur kleift að sjá hvar skógar hafa sótt fram í heiminum og hvar þeim hefur hnignað frá aldamótum fram til ársins 2012. Þetta er öflugt tæki í baráttunni fyrir aukinni skógrækt og verndun skóga.