Í Yosemite-þjóðgarðinum í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu er nóg um glæsilegt útsýni þrátt fyrir mikinn skóg. Á því sést að útsýni hverfur ekki þótt skógar fái að vaxa.
Fjórði fræðslufundur vetrarins um skóga og skógrækt verður haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri föstudaginn 14. febrúar kl. 10:00.  Þema fundarins verður „Líf og dauði gróðursettra skógarplantna“.
Nú geta skógarunnendur upplifað heima í stofu þá sælutilfinningu sem fylgir því að vera í skógi. Danska listatvíeykið Hilden&Diaz býr til sérstæð loftljós, meðal annars eitt sem varpar trjámunstri á veggi.
Í viðtali við Bændablaðið 6. febrúar 2014 segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, að staðan sé góð í skógræktarmálunum og teikn á lofti um að bjart sé fram undan eftir blóðugan niðurskurð upp á um tvær milljónir plantna árlega eftir hrun.
Árleg fagráðstefna skógræktar verður í þetta sinn haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars 2014. Þema ráðstefnunnar er „skógur og skipulag“ og rúmlega helmingur erindanna tengist því efni. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til 12. febrúar.