Í grein í Bændablaðinu 20. febrúar hvetur Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, bændur til að taka frumkvæði að því að móta öflugt beitarstýringar- og vistfræðilegt vöktunarkerfi í öllum landsfjórðungum. Það sé allra hagur.
Skógrækt verður meðal annars til umfjöllunar á Landsýn - vísindaþingi landbúnaðarins sem fram fer á Hvanneyri 7. mars. Fjórar málstofur verða í boði, auk veggspjaldakynninga, og dagskráin er mjög fjölbreytt.
Nú er orðinn aðgengilegur á netinu sjónvarpsþáttur Kristjáns Más Unnarssonar, Um allt land, þar sem fjallað er um íslensku skógarauðlindina í heimsókn til Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað.
Rætt er við Björn Traustason, landfræðing hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í Morgunblaðinu í dag, 20. febrúar. Björn segir að fólk hafi brugðist vel við og sett sig í samband við hann með ábendingar um upplýsingar í skóglendisvefsjá Skógræktarinnar.
Draga verður úr afföllum skógarplantna eins og kostur er til að ná æskilegum þéttleika í ræktuðum skógum. Ranabjöllur valda talsverðu tjóni í nýskógrækt en tjónið er því minna sem næringarástand plantnanna er betra.  Þetta kom meðal annars fram á fræðslufundi í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir helgi.