Ofuraspir
Kynbótaverkefni á alaskaösp hefur leitt í ljós að bestu einstaklingarnir geta vaxið um þrjá metra á fimm árum. Jafnframt er mikil viðarmyndun í stofni sem er mikilvægt fyrir til dæmis iðnviðarræktun. Morgunblaðið fjallaði á laugardag um þetta verkefni sem Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Mógilsá, kynnti með veggspjaldi á nýafstaðinni fagráðstefnu skógræktar á Selfossi.
17.03.2014