Jólatrjáasala fer fram í Selskógi í Skorradal (18-19 des) og Haukadalsskógi (19 des).
Skógrækt ríkisins framleiðir umtalsvert magn arinviðar. Viðurinn er bæði seldur til einstaklinga á bensínstöðum og í nokkrum blómaverslunum, auk þess sem hann er notaður við að eldbaka pizzur.
Námskeiðaröðin Grænni skógar fékk verðlaun í flokki skóla og fræðsluaðila. Endurmenntun LbhÍ sér um framkvæmd Grænni skóga í samstarfi við landshlutabundnu skógræktarverkefnin, Landssamtök skógareigenda, félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri Grænni skóga, tók á móti verðlaununum.
Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna hefur ákveðið að árið 2011 verði alþjóðlegt ár skóga.
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.