Hæsta tré landsins vekur athygli á íslenskri skógrækt
Hæsta tré landsins vekur alltaf athygli. Í Mannlega þættinum á Rás 1 í gær var rætt við Hrein Óskarsson, skógarvörð á Suðurlandi, um sitkagrenitréð á Kirkjubæjarklaustri sem er um það bil að ná 27 metra hæð. Rætt var vítt og breitt um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt hér á landi og hvað skógarnir eru farnir að gefa mikið af sér.
11.09.2015