Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lét eftir sig gott safn ljósmynda frá starfsferli sínum sem hafa að geyma verðmætar heimildir um skóga landsins og skógræktarstarfið. Börn Sigurðar hafa nú afhent Skógræktinni safnið til varðveislu og notkunar. Þar með á Skógræktin gott safn ljósmynda frá fyrstu öld skógræktar á Íslandi því forverar Sigurðar voru einnig duglegir að taka ljósmyndir.
Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur kom færandi hendi í Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri á dögunum með gömul veggspjöld sem gerð voru í tilefni af áttræðisafmæli Ræktunarfélags Norðurlands. Á einu veggspjaldinu sést að trjátegundin sem óx best á árunum 1909-1936 var hlynur.
Bandarískir vísindamenn hafa fundið aðferð til að vinna fosfór úr skólpi. Aðferðin gerir margvíslegt gagn, dregur úr hættunni á ofauðgun næringarefna í vatnavistkerfum aflar mikilvægs áburðar til ræktunar og fleira. Nú er unnið að því að setja upp fyrstu verksmiðjurnar sem nýta þessa aðferð og einnig á að þróa aðferð til að endurvinna nitur úr skólpi með svipuðum hætti.
Út er komið á vegum Skógræktarinnar myndband þar sem útskýrt er á skilmerkilegan hátt hvernig hnita má útlínur gróðursetningarreita með hjálp GPS-tækni. Hver sem er getur nú kortlagt framkvæmdir á skógræktarsvæðum sínum jafnóðum með snjallsíma og einföldu smáforriti. Ítarlegri leiðbeiningar eru einnig komnar á vefinn skogur.is
Skógræktin er meðal þeirra stofnana sem þjóðin virðist jákvæðust fyrir af ríflega þrjátíu stofnunum sem spurt var um í nýrri könnun Maskínu. Um 71 prósent aðspurðra kváðust jákvæð út í stofnunina og var ekki marktækur munur milli kynja. Jákvæðni eykst í takt við bæði hækkandi aldur og hækkandi laun. Aðeins 30% aðspurðra sögðust þekkja vel til Skógræktarinnar.