Skógræktinni gefið myndasafn Sigurðar Blöndals
Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lét eftir sig gott safn ljósmynda frá starfsferli sínum sem hafa að geyma verðmætar heimildir um skóga landsins og skógræktarstarfið. Börn Sigurðar hafa nú afhent Skógræktinni safnið til varðveislu og notkunar. Þar með á Skógræktin gott safn ljósmynda frá fyrstu öld skógræktar á Íslandi því forverar Sigurðar voru einnig duglegir að taka ljósmyndir.
28.04.2017