Opinn þemadagur um skógarplöntuframleiðslu
Þemadagur Nordgen verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar á Mógilsá undir Esjuhlíðum 13. apríl 2023. Á dagskránni er fræðsla um skógarplöntuframleiðslu og er öllum heimil þátttaka endurgjaldslaust, á staðnum eða í fjarfundi. Meðal fyrirlesara verður Bjørn Borgan (t.h.), framkvæmdastjóri Alstahaug-trjáplöntustöðvarinnar, í Norður-Noregi. Skráningu lýkur 11. apríl.
29.03.2023