Áratugur endurhæfingar vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1. mars 2019 að næsti áratugur skyldi helgaður endurhæfingu vistkerfa á jörðinni. Markmiðið er að koma í veg fyrir og stöðva hnignun vistkerfa og stuðla að uppbyggingu þeirra á ný. Mikilvægur hluti af því starfi er að fræða jarðarbúa um heilbrigð vistkerfi og endurhæfingu vistkerfa og sjá til þess að ákvarðanir hjá bæði hinu opinbera og hjá sjálfstæðum fyrirtækjum og félögum sé tekið tillit til heilbrigði vistkerfa þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar.
01.07.2020