Svartelri
Tegund þessi er sumargrænt lauftré með óvenjulega hæfni til að þrífast í blautum jarðvegi með kyrrstæðu vatni. Þetta segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, í ritgerð um svartelri sem kom út í 36. tölublaði Rits Mógilsár árið 2018 með titlinum Vanmetið fenjatré. Þar kemur fram að svartelri vaxi í votlendi við fljót og með fram ám og lækjum um mestalla Evrópu, frá Skandinavíu til Miðjarðarhafslanda og austur um Litlu-Asíu til Írans en líka á stöku stað í dölum Atlasfjalla í Norður-Afríku, Marokkó, Túnis og Alsír. Vert sé að huga betur að ræktun tegundarinnar hérlendis.
31.07.2023