Hlýskeið örva blöndun fjalldrapa og birkis
Hlýskeið á nútíma hafa ýtt undir tegundablöndun birkis og fjalldrapa. Slíkt skeið er hafið enn á ný með hlýnandi loftslagi undanfarinna áratuga. Þótt flestir blendingarnir séu illa eða ófrjóir hefur komið í ljós að á því eru undantekningar. Sumir þeirra ná að mynda talsvert af eðlilegum kynfrumum og geta því verkað sem genabrýr milli tegundanna með áframhaldandi víxlun.
28.12.2016