Tekur 200 ár með sama hraða að þekja 2,5% landsins ræktuðum skógi
Fréttamiðillinn Thomson Reuters Foundation birti á jóladag umfjöllun um skógrækt á Íslandi með viðtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þar er rætt um það mikla verk sem nýskógrækt er í stóru en fámennu landi þar sem jafnframt sé við ágang búfjár að etja. Að óbreyttu taki 200 ár að ná markmiðinu um 2,5% þekju ræktaðs skógar en með þreföldun gróðursetningar tæki það 70 ár.
29.12.2017