„Nehei. Við erum rétt að byrja!“
Skotland var skóglaust land fyrir tvö hundruð árum og þá var meðalhiti þar litlu hærri en nú er á Íslandi. Á þeim tíma hófu Skotar að rækta stórvaxnar trjátegundir eins og degli og risafuru líkt og Íslendingar eru að fikta við nú. Meginmarkmið skógræktar er þó ekki að rækta fleiri tegundir heldur meiri og betri skóga. Í ávarpi sínu við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstóri að skógrækt gæti verið hluti lausnarinnar á aðsteðjandi vanda sauðfjárræktarinnar.
25.08.2017