Lífeyrissjóðir hvattir til að huga að skógrækt sem langtímafjárfestingu
Stefna þarf á sjálfbæra þróun sem hefur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum og umhverfistengdum markmiðum sem auka lífsgæði og velferð Íslendinga horft til langrar framtíðar. Þetta ritar Albert Þór Jónsson viðskiptafræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann hvetur lífeyrissjóði til að huga að skógrækt sem langtímafjárfestingu.
31.01.2019