Dagatal Skógræktarinnar 2021 komið út
Myndir af sveppum sem þrífast á trjám og í skógum landsins prýða dagatal Skógræktarinnar fyrir árið 2021. Dagatalið má prenta út en því fylgja einnig myndir með innfelldum mánaðardögum sem fólk getur notað sem skjáborðsmynd á tölvum sínum og skipt um mánaðarlega.
21.12.2020