Jóla jóla í þjóðskógunum
Vel hefur viðrað til að sækja jólatré í þjóðskógana þetta árið. Hæsta torgtréð sem tekið var þetta árið reyndist vera 11,5 metra hátt og kom af Vesturlandi. Trén líta vel út í ár í öllum landshlutum. Veirufaraldurinn hefur ekki haft áhrif á vinnuna í skóginum en kemur hins vegar í veg fyrir hefðbundna viðburði í skógunum í aðdraganda jólanna. Allir ættu þó að geta nælt sér í ilmandi íslenskt jólatré. Þá eru líka íslenskir könglar til sölu í visthæfum pappaumbúðum auk greina, skreytingaefnis, eldiviðar og fleira úr skóginum.
11.12.2020