Viðarperlur úr 100% íslensku hráefni
Framleiðsla á viðarperlum úr íslensku lerki án íblöndunarefna gengur vel hjá Tandrabretti á Eskifirði. Nýlega var sóttur grisjunarviður úr þjóðskóginum á Höfða á Völlum til framleiðslunnar. Viðarperlur henta sem undirburður fyrir skepnur en einnig sem orkugjafi og nú eru nokkrar viðarkyndistöðvar komnar í notkun á Héraði sem nýta þessa innlendu orku.
31.05.2023